Veitingar

Bláa Lónið hefur lagt áherslu á að hvetja ungt fólk til að afla sér þekkingar og menntunar á sviði matreiðslu og framreiðslu

Veitingasvið Bláa Lónsins hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Íslenskt hráefni er í öndvegi á matseðli Lava. Lambarifjur og fiskur dagsins eru vinsælustu réttirnir.

Á veitingasviði starfa nú 14 faglærðir matreiðslumenn og 12 faglærðir framreiðslumenn. Bláa Lónið hefur lagt áherslu á að hvetja ungt fólk til að afla sér þekkingar og menntunar á sviði matreiðslu og framreiðslu. Nú eru matreiðslunemar 15 og framreiðslunemar 9 talsins.

Starfsfólk Lava býr yfir miklum metnaði fyrir hönd greinarinnar. Í nýlegu viðtali við Víkurfréttir hvatti Jakob Már Harðarson, yfirþjónn á Lava, ungt fólk til að afla sér menntunar innan greinarinnar og þá sérstaklega þá sem vilja starfa á þessum vettvangi innan ferðaþjónustunnar þar sem spennandi tækifæri eru nú þegar til staðar.

0
Seldir lítrar af bjór 2015
0
Seldir Boozt drykkir 2015
0
Seldir kaffibollar 2015
0
Seldir sushi bitar 2015

Matreiðslumenn Bláa Lónsins hafa vakið athygli fyrir góðan árangur í keppnum hér heima og erlendis. Árangur Unnar Pétursdóttur, sem bar sigur úr býtum í Deaf Chef matreiðslukeppninni, vakti sérstaka athygli. Keppnin fór fram í hótel- og veitingaskólanum í Valby í Danmörku þar sem heyrnarlausir matreiðslumenn kepptu.

Unnur, sem er 21 árs matreiðslumaður á Lava, segir starf matreiðslumanns vera krefjandi og annasamt, en það hafi ekkert með heyrnarleysið að gera. Hún finni alltaf leið til að leysa verkefnin.

Unnur Pétursdóttir, matreiðslumaður á Lava

Start typing and press Enter to search