Umhverfi og samfélag
Bláa Lónið leggur sitt af mörkum til umhverfis og samfélags með margvíslegum hætti
Bláa Lónið er einn af aðalstyrktaraðilum Íþróttafélags fatlaðra. Íþróttamenn félagsins hafa náð mjög góðum árangri og verða í eldlínunni á ÓL í Rio sumarið 2016.
Styrkur vegna undirbúnings Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.
Bláa Lónið er einn af bakhjörlum Samhjálpar, sem rekur áfanga- og stuðningsheimili.
Bláa Lónið hefur stutt við Sólheima í Grímsnesi. Sólheimar eru sjálfbært samfélag sem hefur jákvæð áhrif á samfélag okkar í heild sinni.
Blár Apríl er styrktarfélag barna með einhverfu. Hluti af vörusölu í apríl 2015 rann til félagsins.
Hluti af vörusölu í október rann til Krabbameinsfélags Íslands. Vörunni var sérpakkað í fallegar bleikar umbúðir í anda verkefnisins.
Bláa Lónið hefur verið bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands um árabil.
Metþátttaka var í Blue Lagoon Challenge fjallahjólakeppninni árið 2015. Alls tóku 600 einstaklingar þátt í keppninni.
Íþrótta- og æskulýðsstarf á Reykjanesi
Bláa Lónið styður við íþrótta- og æskulýðsstarf á Reykjanesi og veitir íþróttafélögum í Grindavík, Vogum, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði styrki.
Bláa Lónið ásamt Grindavíkurbæ mun kosta áframhaldandi uppbyggingu Húsatóftavallar hjá Golfklúbbi Grindavíkur á næstu þremur árum. Markmið uppbyggingarinnar er að styrkja stöðu Grindavíkur sem áfangastaðar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.
Með breytingunum mun Húsatóftavöllur verða í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Þá styður fyrirtækið við alla golfklúbbana á Suðurnesjum.
Góð þátttaka var í gönguferðum um Reykjanesið, en verkefnið er kostað af Bláa Lóninu og HS Orku. Hátt í 700 manns tóku þátt í göngum sumarsins. Alls voru 11 göngur farnar sumarið 2015 undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur.
Vöxtur ferðaþjónustunnar
Bláa Lónið hefur stutt við verkefni sem miða að því að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Í því samhengi má nefna aðild Bláa Lónsins að Iceland Startup Tourism verkefninu sem miðar að því að efla nýsköpun innan ferðaþjónustunnar.
Iceland Tourism Investment ráðstefnan vakti verðskuldaða athygli. Bláa Lónið var á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjölluðu um fjárfestingar í ferðaþjónustu.
Þá er Bláa Lónið í hópi stofnaðila Íslenska Ferðaklasans. Klasinn er samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu og í tengdum atvinnugreinum. Hlutverk klasans er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu.
Psoriasis meðferðir án endurgjalds
Sjúkratryggingar Íslands og Bláa Lónið hafa gert með sér samning sem felur í sér að hér eftir mun Bláa Lónið veita íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fagnar framlagi Bláa Lónsins til íslenska heilbrigðiskerfisins. Samtals sparar þetta framlag ríkinu um 25 milljónir króna á ári og hefur ráðherra ákveðið að nýta þá fjármuni til að styrkja aðra heilbrigðisþjónustu við psoriasis- og exemsjúklinga. Samráð verður haft við samtök þessara sjúklingahópa um það hvernig fjármununum verður best varið.
Umhverfis- og gæðamál
Samfélag án sóunar eru einkunnarorð Bláa Lónsins þegar kemur að stefnu um umhverfismál. Áhersla er á fullnýtingu auðlindastrauma frá jarðvarmaveri HS Orku í Svartsengi. Auk hinna hefðbundnu verðmætastrauma, sem eru heitt vatn, kalt vatn og rafmagn, nýtir Bláa Lónið gufu frá jarðvarmaverinu við framleiðslu á salti og CO2 við framleiðslu þörunga. Þeir verða síðan að háverðsafurð sem lykilefni í snyrtivörum Bláa Lónsins.
Jarðsjórinn er nýttur til lækninga í Lækningalind og njóta gestir Bláa Lónsins jákvæðra áhrifa þess að baða sig í jarðsjónum.
Bláa Lónið hefur flaggað umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum um árabil. Þá er Bláa Lónið aðili að Vakanum, sem er gæðakerfi fyrirtækja í ferðaþjónustu. Lífrænn úrgangur er flokkaður. Hann er síðan blandaður trjákurli og verður að frjósömum jarðvegi. Annar úrgangur sem er flokkaður er bylgjupappír, blandaður pappír, timbur og járn.