Lækningalind

Gestir geta nú notið dvalar sinnar í endurbættri Lækningalind

Töluverðar framkvæmdir áttu sér stað við Lækningalindina á árinu 2015. Tuttugu ný herbergi bættust við þau 15 herbergi sem fyrir voru. Þá voru eldri herbergi endurgerð ásamt sameiginlegum rýmum Lækningalindar.

Viðbætur og breytingar heppnuðust vel og eru öll herbergi vel bókuð, rétt eins og undanfarin ár. Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt hjá Basalt Arkitektum, er hönnuður Lækningalindarinnar. Hún hannaði einnig viðbætur og breytingar ársins 2015. Nú sem endranær leggur hún áherslu á fallegt samspil hins manngerða umhverfis og náttúrunnar. Virðing fyrir náttúrulegu umhverfi staðarins endurspeglast í hönnun Sigríðar.

Eftir að framkvæmdum lauk var ásýnd Lækningalindarinnar aðlagað að nýjum áherslum. Heitir Lækningalindin nú Silica Hotel.

Lækningamáttur Bláa Lónsins gagnvart húðsjúkdómnum psoriasis hefur verið sannaður með vísindarannsóknum. Meðferðin er veitt í meðferðarhluta Lækningalindar.

Fjöldi innlendra psoriasis sjúklinga sækir meðferðina á hverju ári. Þá sóttu psoriasis sjúklingar frá um 30 þjóðlöndum meðferðina á árinu 2015. Bláa Lónið veitir íslenskum psoriasis sjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku.

Myndir frá Lækningalind eftir endurhönnun

Start typing and press Enter to search