Húðvörur í 20 ár

Fyrstu Blue Lagoon húðvörurnar komu á markað fyrir rúmlega 20 árum, en fyrstu fimm vörurnar litu dagsins ljós árið 1995

Vinna við þróun á Blue Lagoon húðvörum hófst árið 1993. Hvítur kísill Bláa Lónsins ásamt söltum og rakakremum voru fyrstu vörurnar sem komu á markað. Þær voru þróaðar með þarfir einstaklinga með viðkvæma húð í huga sem og þeirra sem böðuðu sig í Bláa Lóninu og nutu lækningamáttarins.

Þessir einstaklingar, sem voru á meðal þeirra fyrstu sem böðuðu sig í Bláa Lóninu, vildu gjarnan njóta eiginleika jarðsjávarins heima fyrir. Vörunum var strax vel tekið. Kísillinn, sem er svo einkennandi fyrir Bláa Lónið, er enn þann dag í dag vinsælasta varan innan vörulínunnar. Sannkölluð stjörnuvara!

Nýjar umbúðir líta dagsins ljós

Framleiðsla húðvara Bláa Lónsins fylgir evrópskum gæðastöðlum og eru þær framleiddar í ISO-vottuðu umhverfi. Framleiðslan fer fram á Íslandi, í Danmörku og í Frakklandi.

Frá því að fyrstu vörurnar litu dagsins ljós hefur fjöldi nýrra vara bæst við vörulínuna og hún þróast í takt við þróun á snyrtivörumarkaði. Línan inniheldur meðal annars vörur sem vinna sérstaklega gegn öldrun húðarinnar. Hluti Blue Lagoon varanna hefur nú hlotið nýtt útlit og eru litir umbúðanna skírskotun í jarðsjó Bláa Lónsins, virk efni og umhverfið sem einkennist af fallegri hraunbreiðu.

Verslun Bláa Lónsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mikilvægustu útsölustaðir Blue Lagoon húðvaranna eru verslanir Bláa Lónsins:

  • í Bláa Lóninu
  • í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
  • á Laugavegi í Reykjavík

Alþjóðleg sala er í gegnum netverslun fyrirtækisins. Á árinu 2015 voru vörurnar seldar til einstaklinga í 64 löndum.

Start typing and press Enter to search